*

sunnudagur, 19. maí 2019
Innlent 17. september 2018 19:03

Stundin hagnaðist um 6,5 milljónir

Útgáfufélagið Stundin hagnaðist um 6,5 milljónir króna í fyrra, samanborið við 8,6 milljóna króna tap árið áður. Tekjur jukust um fimmtung.

Ritstjórn
Jón Trausti Reynisson, framkvæmdastjóri Stundarinnar, og Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ritstjóri.
Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Rekstrartekjur Útgáfufélagsins Stundarinnar námu 145 milljónum króna í fyrra, og hækkuðu um fimmtung milli ára. Rekstrargjöld námu 138 milljónum og hækkuðu um 7%, en þar af nam launakostnaður 72 milljónum og hækkaði um sama hlutfall. Hagnaður félagsins eftir skatta nam 6,5 milljónum króna, samanborið við 8,6 milljón króna tap árið áður. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins.

Heildareignir námu um síðustu áramót 20,6 milljónum, og jukust tæpan þriðjung milli ára, og heildareignir námu 12,3 milljónum, og lækkuðu lítillega. Eigið fé nam því 8,4 milljónum króna og tæplega þrefaldaðist, og eiginfjárhlutfall var 40%, samanborið við tæp 19% um þarsíðustu áramót.

Greidd laun námu 56,8 milljónum króna og hækkuðu um 7%, og ársverk voru 8,2, samanborið við 8,8 árið áður. Meðallaun námu því 577 þúsund krónum og hækkuðu um 15% milli ára.

Í skýrslu stjórnar er sá fyrirvari settur við rekstrarniðurstöðu ársins, að kostnaður vegna dómsmála tengdum lögbannskröfu Glitnis á hendur Stundinni hafi ekki verið bókfærður að fullu, og liggi ekki endanlega fyrir. Lögbannið standi enn yfir, og líkelgt þyki að það teygist fram á árið 2019, ásamt málarekstri fyrir dómstólum.

Þá segir að Stundin sé starfrækt í erfiðu rekstrarumhverfi, þrengt hafi að hefðbundnum tekjumöguleikum fjölmiðla, og útgáfufélagið eigi í samkeppni við miðla sem niðurgreiddir hafi verið af hagsmunaaðilum eða íslenska ríkinu. Stundin standi þó styrkum fótum „fyrir stilli þess hluta almennings sem trúir á mikilvægi sjálfstæðrar og gagnrýninnar blaðamennsku á Íslandi og er fjárhagslega í stakk búinn til að styðja við hana með kaupum á áskrift“. Stjórnin meti því rekstur félagsins sem stöðugan og sjálfbæran.

Stikkorð: Stundin
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim