*

mánudagur, 20. ágúst 2018
Innlent 12. október 2017 17:49

Sturgeon vill aukið samstarf við Ísland

Nicola Sturgeon, leiðtogi skosku heimastjórnarinnar efla viðskiptasamband Skotlands og Íslands.

Ritstjórn
Nicola Sturgeon, leiðtogi skosku heimastjórnarinnar.
epa

Nicola Sturgeon, leiðtogi skosku heimastjórnarinnar, efla viðskiptasamband Skotlands og Íslands. Sturgeon flytur erindi á morgun í Hörpu í tilefni af Alþjóðaþingi Hringborðs Norðurslóða (Artic Circle) sem fer fram 13. Til 15. október.

The Scotsman hefur eftir Sturgeon að Skotar geti lært af nágrönnum sínum í norðri þegar kemur að því að takast á við loftslagsbreytingum, en Skotar geti einnig miðlað sérþekkingu sinni með þeim þjóðum sem eigi aðild að Hringborðinu.

Þá segir Sturgeon að efnahagsleg áhrif af útgöngu Bretlands úr ESB þýði að mikilvægara en nokkru sinni sé að efla tengsl Skota á alþjóðavettvangi. Þar séu þjóðir sem séu líkar Skotum í hugsunarhætti kjörnir samstarfsaðilar.