Matís í samstarfi við Alþjóðlegu sjávarútvegssýninguna á Íslandi og Alþjóðasamtök kvenna í fiskvinnslu efndi til samkeppni um besta myndbandið sem fjallar um konur í fiskvinnslu. Myndbandið Konurnar frá Petatán eftir Mexíkóann Carmen Pedroza-Gutiérrez sigraði í keppninni og það má sjá í fullri lengd hér .

Alls bárust 14 hágæða stuttmyndir inn í keppnina frá 12 löndum í fjórum heimsálfum. Myndirnar sýna velgengni og erfiðleika við framleiðslu og vinnslu sjávarafurða.

Í mynd Carmen Pedroza Guttierez er fjallað um konur sem flaka fisk og sagt er á einfaldan en kraftmikinn máta frá mikilvægi þessara starfa fyrir konurnar í Petatán.

Carmen hefur verið boðið á Alþjóðlegu sjávarútvegssýninguna í september til að taka á móti verðlaununum.

Fimm bestu stuttmyndirnar er að finna á þessum hlekk .