Seðlabanki Bandaríkjanna hefur tekið ákvörðun um að hækka stýrivexti um 25 punkta eða 0,25%.

Ákvörðunin kom aðilum á markaði lítið á óvart, sem hafa vænt þessara hækkana um nokkurt skeið.

Aukin atvinnuþátttaka, launahækkanir og hækkandi verðlag spiluðu stórt hlutverk í þessari ákvörðun.

Samkvæmt greiningaraðilum, mun peningastefnunefndin bandaríska líklegast hækka vexti þrisvar sinnum á þessu ári.

Í nefndinni sitja 10 einstaklingar, en 9 þeirra voru hlynntir stýrivaxtahækkuninni.

Aðeins einn, Neel Kashkari, sem er seðlabankastjóri Minneapolis bankans, kaus gegn hækkuninni.

Vextirnir fara því úr 0,50% í 0,75%.