Stýrivextir í Bandaríkjunum hafa verið hækkaðir um 0,25 prósentustig. Þeir eru nú 1,50-1,75% en Seðlabanki Bandaríkjanna hefur gefið til kynna að þær gætu hækkað tvisvar sinnum í viðbót í ár.

Það sem hefur þó þótt óvenjulegt er að nýmarkaðsríki og önnur ríki hafa ekki verið að fylgja vaxtahækkuninni. Síðast þegar Seðlabankinn vestanhafs fór af stað í vaxtahækkunarferli, á árunum 2004-2006, fylgdu seðlabankar í Brasilíu, Indlandi, Indónesíu og Malasíu.

Ennfremur er hefðbundið að fjárfestar sæki með fé sitt í auknum mæli til ríkja sem hækka vexti enda tækifæri á hærri ávöxtun. Fyrir vikið hækka gjaldmiðill ríkisins. Hins vegar mældi gengisvísitala Wall Street Journal, sem er myntkarfa gengis dollarsins gagnvart 16 viðskiptamyntum, mestu lækkun dollarsins sem hefur átt sér stað á síðustu tveimur mánuðum sama dag og vextir voru hækkaðir.