Ben Bernanke, seðlabankastjóri í Bandaríkjunum, lækkaði stýrivexti um fimmtíu punkta í dag. Vextir eru nú 4,75%. Þetta er fyrsta stýrivaxtalækkun í Bandaríkjunum í fjögur ár.

Væntingar höfðu verið um seðlabankinn lækkaði vexti, spurningin var fremur hvort að lækkunin yrði 25 punktar eða 50. Eftir að tilkynnt var um lækkun stýrivaxta um hálft prósentustig í Bandaríkjunum í gær hækkuðu hlutabréfavísitölur mikið á Wall Street.

Sjá nánar í Viðskiptablaðinu í dag.