*

þriðjudagur, 24. október 2017
Erlent 19. janúar 2017 15:17

Stýrivextir óbreyttir í Evrópu

Evrópski seðlabankinn hefur tekið þá ákvörðun um að halda stýrivöxtum í evruríkjunum óbreyttum.

Ritstjórn
Marion Draghi, seðlabankastjóri Evrópu.
european pressphoto agency

Evrópski seðlabankinn hefur tekið ákvörðun um að halda stýrivöxtum óbreyttum, í 0%, að minnsta kosti í bili. Frá þessu er greint í frétt BBC.

Ákvörðunin um að halda vöxtunum óbreyttum var tekin af 25 manna nefnd á vegum evrópska seðlabankans, kom ekki mikið á óvart. Einnig var tekin ákvörðun um að halda skuldabréfaáætlun evrópska seðlabankans óbreyttri, en hún átti að auka við hagvöxt í ríkjunum.

Seðlabankastjóri evrópska seðlabankans, Mario Draghi, sagði hagkerfi evrulandanna í betri stöðu en áður, þó þau væru enn talsvert brothætt.