*

mánudagur, 21. janúar 2019
Innlent 20. júní 2016 14:29

Styrkir veittir úr Jafnréttissjóði

Jafnréttissjóður Íslands veitti fyrstu styrki sína í gær 19. maí en veittir voru styrkir fyrir um 100 milljónir.

Ritstjórn
Haraldur Jónasson

Í gær fór fram úthlutun styrkja úr Jafnréttissjóði Íslands í fyrsta sinn. Við hátíðlega athöfn í Iðnó í gær 19. júní, voru tæplega 100 milljónir króna veittar til 42 verkefna og rannsókna sem miða að eflingu kynjajafnréttis. Veitti Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra styrkina.

Í tilefni 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna

Sjóðurinn var stofnaður í fyrra í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar íslenskra kvenna og nýtur hann framlaga af fjárlögum í fimm ár, 100 milljónir á ári til ársloka 2020. Alls bárust 114 umsóknir um styrkbeiðnir sem hljóðuðu uppá 570 milljónir króna.

Sjóðurinn leggur áherslu á að veita fé til verkefna sem hafa að markmiði að efla jafnrétti á vinnumarkaði, varpa ljósi á samfélags- og efnahagslegan ávinning af jafnrétti, vinna gegn kynbundnu ofbeldi, falla undir þróunarverkefni í skólakerfinu, hvetja ungt fólk til aukinnar samfélagsþátttöku og stjórnmálastarfs og varpa ljósi á stöðu kynjanna jafnt í samtíð sem fortíð.

Stikkorð: Jafnrétti 19. maí styrkir