*

þriðjudagur, 22. janúar 2019
Innlent 25. ágúst 2017 18:35

Styrktist um 2,23% gagnvart dollar

Gengi íslensku krónunnar styrktist töluvert í viðskiptum dagsins.

Ritstjórn
Birgir Ísl. Gunnarsson

Íslenska krónan styrktist gagnvart öllum helstu viðskiptamyntum sínum í viðskiptum dagsins. Styrktist gengi krónunnar um 2,23% gagnvart Bandaríkjadollar, 1,58% gagnvart evru og um 1,54% gagnvart pundinu.

Við lokun markaða höfðu gjaldmiðlarnir veikst sem hér segir gagnvart krónu:

  • Bandaríkjadalur um 2,23% og er kaupgengi hans nú 104,66 króna.
  • Evran um 1,58% og er kaupgengi hennar nú 124,39 krónur.
  • Breskt sterlingspund um 1,54% og er kaupgengi þess nú 134,85 krónur.
  • Japanskt jen um 2,09% og er kaupgengi þess nú 0,9584 krónur.
  • Dönsk króna um 1,42% og er kaupgengi hennar 16,720 krónur.
  • Sænsk króna um 1,29% og er kaupgengi hennar 13,105 krónur.
  • Norsk króna um 1,3% og er kaupgengi hennar 13,466 krónur.
  • Svissneskur franki um 1,42% og er kaupgengi hans 109,42 krónur.
Stikkorð: Krónan Gjaldmiðlar