*

þriðjudagur, 19. júní 2018
Fólk 11. apríl 2017 07:51

Styrmir Gunnarsson í eigendahópinn

Styrmir Gunnarsson hefur bæst í eigendahóp lögmannstofunnar Landslaga þar sem hann hefur starfað síðan 2006.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Styrmir Gunnarsson hefur bæst í eigendahóp lögmannsstofunnar Landslaga. Þetta var samþykkt á síðast aðalfundi lögmannsstofunnar að því er fram kemur í fréttatilkynningu.

Styrmir lauk lagaprófi frá Háskóla Íslands árið 2009 en hóf störf með námi hjá Landslögum árið 2006. Hann hlaut málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi árið 2011.

Eiginkona Styrmis er Móeiður Júníusdóttir grunnskólakennari í Hraunavallaskóla og saman eiga þau þrjú börn. Styrmir hefur reynslu af málum á helstu réttarsviðum lögfræðinnar en hefur sérhæft sig á sviði skaðabótaréttar.

Styrmir hefur rekið fjölda skaðabótamála fyrir dómstólum með góðum árangri og lokið farsællega hundruðum skaðabótamála fyrir umbjóðendur sína.