*

föstudagur, 26. apríl 2019
Fólk 6. desember 2018 18:04

Styrmir hættir hjá Tripical

Einn af stofnendum Tripical Travel hefur látið af störfum og selt hlut sinn í ferðaskrifstofunni.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Styrmir Elí Ingólfsson, markaðsstjóri og einn af stofnendum ferðaskrifstofunnar Tripical Travel lét af störfum hjá fyrirtækinu um síðustu mánaðarmót. Styrmir sem setið hefur í stjórn fyrirtækisins mun einnig láta af stjórnarstörfum og hefur selt hlut sinn í fyrirtækinu að því er segir í tilkynningu. 

Í tilkynningunni segir Styrmir sem unnið hefur hjá Tripcal Travel frá stofnun fyrirtækisins árið 2015, að hann hafi viljað breyta til og einbeita sér að háskólanámi. 

Tripical Travel hefur sérhæft sig í hópferðum, þá sértaklega fyrir fyrirtæki og framhaldsskóla. Þá hefur ferðaskrifstofan séð um ýmsar sérferðir líkt og á HM í fótbolta síðastliðið sumar. 

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim