Árið 1986 var haldið upp á að 50 ár voru liðin frá því að Þjóðviljinn hóf göngu sína, þá sem málgagn Kommúnistaflokks Íslands. Við það tækifæri var haldið opið hús hjá Þjóðviljamönnum 31. október 1986 og var tekið á móti gestum. Á myndinni sjást þeir Svavar Gestsson, þáverandi formaður Alþýðubandalagsins, Styrmir Gunnarsson og Matthías Johannessen, ritstjórar Morgunblaðsins og Árni Bergmann, ritstjóri Þjóðviljans. Myndin birtist í Tímanum þann 1. nóvember 1986.