Subway Fitjum í Reykjanebæ hefur nú opnað að nýju eftir endurbætur og stækkun. Veitingastaðurinn hefur rúmlega tvöfaldast að stærð. Staðurinn er nú 180 fermetrar, rúmar 65 manns í sæti og er orðinn einn af stærstu Subway stöðum landsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Subway.

Að auki mun Subway opna glænýjan veitingastað á Laugavegi í miðborg Reykjavíkur innan skamms.

Í fréttatilkynningunni frá Subway er haft eftir Fríðu Ásgeirsdóttur, markaðsstjóra Subway, segir stækkun Subway í Fitjum vera lið í að bæta þjónustu og mæta aukinni eftirspurn.

,,Framkvæmdir hafa staðið yfir undanfarnar vikur og við erum mjög ánægð með útkomuna. Staðurinn er nú orðinn bæði stærri og glæsilegri. Subway Fitjum er nú orðinn einn af stærstu Subway stöðum landsins. Stækkunin var liður í að bæta þjónustu á svæðinu og mæta mikilli aukningu á aðsókn. Við sjáum aukna aðsókn undanfarna mánuði með auknum straumi ferðamanna til landsins. Margir ferðamenn koma hingað á ferð sinni til og frá Leifstöð. Staðurinn verður opinn allan sólarhringinn. Að auki mun Subway opna glænýjan veitingastað á Laugavegi í miðborg Reykjavíkur innan skamms. Þá verða Subway staðirnir orðnir 24 talsins," segir Fríða.