Síðustu tvö árin hefur Nígería verið í efsta sæti yfir stærstu hagkerfi Afríku, eftir að þeir endurreiknuðu landsframleiðslu sína, en nú hefur Suður Afríka farið á ný fram Nígeríu.

Gjaldmiðlill Suður Afríku styrkist en sá nígeríski hrapaði um þriðjung

Landsframleiðsla Suður Afríku mælist nú vera 301 milljarður Bandaríkjadala, samanborið við 296 milljarða dala hjá Nígeríu.

Kemur þetta til af því að suður-afríska randið hefur styrkst gagnvart Bandaríkjadal, meðan nígeríska nairan hefur misst þriðjung af verðgildi sínu síðan hætt var að tengja gildi hennar við Bandaríkjadal.

Vandamál Suður Afríku eru samt sem áður ærin, opinberar atvinnuleysistölur hafa risið og eru nú 26,7% atvinnuleysi í landinu, og hætta er á að bæði ríkin stefni í efnahagslægð, en á fyrsta ársfjórðungi minnkaði landsframleiðslan um 0,4% í Nígeríu og 0,2% í Suður Afríku.