Framleiðendur í Bretlandi eru farnir að framleiða minni súkkulaðistykki og brauðhleifi sökum Brexit. Þeir hafa kosið að ráðast í þessar aðgerðir í stað þess að hækka verð, samkvæmt upplýsingum frá bresku hagstofunni. Frá þessu er greint á vef Bloomberg.

Frá september 2015 til júní 2017 voru 206 vörur í Bretlandi sem minnkuðu að stærð og aðeins 76 sem stækkuðu. Verðin virtust standa í stað.

Helsta dæmið um þessa tilhneigingu kom í kjölfarið af Brexit kosningunni 2016 þegar gengislækkun pundsins leiddi til þess að Tobleronstykkin minnkuðu.