*

föstudagur, 22. september 2017
Innlent 16. júlí 2012 16:06

Sumarið komið í Kauphöllinni

Mjög lítil velta var á hlutabréfamarkaði í dag. Nær öll viðskipti dagsins skrifuðust á viðskipti með bréf Icelandair Group.

Ritstjórn
Birgir Ísl. Gunnarsson

Gengi hlutabréfa fasteignafélagsins Regins lækkaði um 1,3% í Kauphöllinni í dag. Þetta var mesta lækkun dagsins. Mjög lítil velta var á bak við viðskiptin, tæpar 330 þúsund krónur. Gengi hlutabréfa félagsins endaði í 8,34 krónum á hlut.

Þþá lækkaði gengi bréfa stoðstækjafyrirtækisins Össurar um 0,95% og Icelandair Group um 0,45%.

Mestu viðskiptin í Kauphöllinni í dag voru með hlutabréf Icelandair Group, upp á sléttar 47 milljónir króna. Til samanburðar nam heildarvelta í Kauphöllinni 50,7 milljónum króna.

Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,44% og endaði hún í rétt tæpum 1.053 stigum.