Föstudagur, 27. nóvember 2015
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Sumir hafa gaman af ófriði

Huginn og muninn
5. september 2012 kl. 17:05

Stjórnarráðshúsið.

Eftirlit er orðið meira og takmarkaður aðgangur algengur.

Smæð Íslands hefur gert það að verkum að aðgengi að fólki í mikilvægum störfum hefur verið greitt. Það þekkist líklega ekki víða að fréttamenn, og jafnvel hver sem er, geta staðið fyrir ráðherrum á tröppum stjórnarráðsins eftir ríkisstjórnarfund. Og sem betur fer þurfa valdamenn ekki öryggisgæslu í frítíma.

En samt hefur sumt breyst eftir hrunið. Eftirlit er meira og aðgangstakmarkanir algengari. Það getur ekki hver sem er setið kynningarfund um stýrivaxtaákvörðun í Seðlabankanum auk þess sem búið er að loka anddyrinu. Nú þegar kynna á árshlutauppgjör Íslandsbanka verða áhugasamir að skrá sig sérstaklega.

Það er svo sem tilefni til því hópur fólks hefur haft ánægju af því að stilla til ófriðar þar sem fjölmiðlafólk og myndatökumenn eru nærri til að vekja á sér athygli. Og niðurstaðan er meiri öryggisgæsla.Allt
Innlent
Erlent
Fólk