*

miðvikudagur, 24. apríl 2019
Innlent 9. júlí 2012 08:32

SUS: Skattar stærsti útgjaldaliður heimila

Ungir sjálfstæðismenn segja að launþegar hafi fram til dagsins í dag unnið eingöngu fyrir hið opinbera. Halda upp á skattadaginn í dag.

Ritstjórn

Það er fyrst í dag, mánudaginn 9. júlí, sem hætta Íslendingar að vinna fyrir hið opinbera og byrja að vinna fyrir sig sjálfa. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sambandi ungra sjálfstæðismanna (SUS) en samkvæmt útreikningum ungra sjálfstæðismanna, sem byggja á opinberum tölum, vinnur almenningur meirihluta ársins fyrir hið opinbera, eða frá  1. janúar til og með 8. júlí. 

„Um 52% útgjalda heimilanna eru skattar og opinber gjöld,“ segir í tilkynningu SUS.

„Þessu verður að breyta. Ríkið og sveitarfélög þurfa að sýna meiri ráðdeild og spara í rekstri sínum. Samband ungra sjálfstæðismanna (SUS) hefur sýnt fram á að ríkið geti sparað um 72 milljarða króna, án þess að draga úr útgjöldum til velferðar- eða menntamála. Auk þess þarf að einfalda skattkerfið til muna, fækka sköttum og undanþágum, svo að það skili betur hlutverki sínu, þ.e.a.s. að afla ríkinu tekna.“

Útgjöld heimilanna skv. útreikningum ungra sjálfstæðismanna.

Útgjöld heimilanna skv. útreikningum ungra sjálfstæðismanna.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim