*

miðvikudagur, 14. nóvember 2018
Fólk 23. febrúar 2018 14:44

Svali ráðinn til Sjóvá

Svali H. Björgvinsson hefur verið ráðinn til að stýra stefnumótun og viðskiptaþróun hjá Sjóvá.

Ritstjórn
Svali H. Björgvinsson
Aðsend mynd

Svali H. Björgvinsson hefur verið ráðinn til að stýra stefnumótun og viðskiptaþróun hjá Sjóvá og mun hann heyra undir forstjóra félagsins.

Svali hætti nýverið störfum sem framkvæmdastjóri mannauðs- og stefnumótunarsviðs Icelandair eftir 9 ára starf.

Á árunum 2003 til 2008 var hann framkvæmdastjóri mannauðssviðs Kaupþings og þar áður var Svali meðeigandi PricewaterhouseCoopers. Svali hefur einnig unnið við af kennslu tengda stjórnun og haldið fjölda fyrirlestra um efnið.

Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvá er ánægður með ráðninguna. „Við hjá Sjóvá erum að ráðast í yfirgripsmikla vegferð sem snýr að stafrænni þróun. Slík vegferð tengist öllum þáttum starfseminnar og í Svala fáum við góðan mann sem mun halda utan um þessa vinnu í samvinnu við fjölda sérfræðinga sem að verkinu koma.“

Svali er giftur Ingu Sigrúnu Jónsdóttur og eiga þau þrjú börn.