*

föstudagur, 19. apríl 2019
Innlent 17. júní 2018 13:42

Sveiflumst í viðhorfi okkar til okkar

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu, fullveldið og bankahrunið voru meðal þess sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra gerði að umtalsefni sínu í ræði sinni á Austurvelli á þjóðhátíðardaginn í dag.

Ritstjórn
Katrín Jakobsdóttir á Austurvelli í dag. Mynd af vef Stjórnarráðsins.
Aðsend mynd

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu, fullveldið og bankahrunið voru meðal þess sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra gerði að umtalsefni sínu í ræði sinni á Austurvelli á þjóðhátíðardaginn í dag.

„En undir niðri býr margt fleira: einurð, metnaður og þrotlaus vinna liggja að baki góðum árangri. Hugurinn þarf að vera rétt stilltur gagnvart hverju verkefni. Það er ekki tilviljun að þjálfarar íslenska liðsins hafa lagt mesta áherslu á liðsheildina. Slíkur andi verður ekki til af sjálfu sér og er eitt af því dýrmæta sem íþróttir geta kennt okkur. Fyrst og fremst eru þetta skilaboð til komandi kynslóða; að þeim sem fæðast hér á þessari eyju eru lítil takmörk sett.“

„Fyrir hundrað árum hefði líklega engan órað fyrir því að íþróttalið frá þessari nærri furðulega fámennu eyju spilaði knattspyrnu á heimsvellinum, fámennasta þjóð sem hefði náð slíkum árangri. Og eiginlega trúum við því ekki enn; sveiflumst á milli þess að telja allan þann árangur sem Ísland hefur náð undraverðan yfir í að vera sjálfgefinn. Við erum ekki ólík Elku að því leyti að við erum í leit að öryggi og jafnvægi, við stöndum frammi fyrir áskorunum og óvissu og alltaf, alltaf er veðrið okkur ofarlega í huga,“ en í upphafi ræðu sinnar rifjaði Katrín upp dagbókarfærslu frá Elku Björnsdóttur, verkakonu í Reykjavík frá því fyrir 100 árum.

„Fortíðin mun áfram geta kennt okkur margt,“ hélt Katrín áfram í ræðunni. „Í haust verður til dæmis áratugur liðinn frá efnahagshruninu. Þeir atburðir hafa litað allt stjórnmálalíf okkar síðan og kannski þjóðlífið allt. Skilningur á því sem þá gerðist og viðleitnin til að læra af mistökunum er mikilvæg til að lenda ekki aftur í svipaðri gryfju, en um leið er okkur mikilvægt að fullvissa okkur um að við séum örugglega komin upp úr henni og herfjötur hrunsins hafi ekki lagst á okkur.

Og þann 1. desember fögnum við hundrað ára afmæli fullveldisins, en meðal þess sem Alþingi hefur þegar samþykkt í tilefni af afmælinu er að fé verði veitt til aðgerðaáætlunar um uppbyggingu máltækniinnviða fyrir íslenska tungu. Við horfum til framtíðar og mætum þeim áskorunum sem hún færir okkur. Breytingar á umhverfi, samskipti eða samskiptaleysi stórþjóða í fjarlægum löndum og tækninýjungar sem munu gjörbreyta atvinnuháttum framtíðar eru nokkrar áskoranir sem við vitum af. Við þurfum að setja metnaðarfull markmið í loftslagsmálum, tala fyrir mannréttindum og náttúruvernd og búa okkur undir áskoranir framtíðarinnar í atvinnuháttum. Tæknin hefur nú þegar tekið svo stórstígum framförum að hún er farin að hafa áhrif á líf okkar, samfélagsgerð og okkur sjálf. Ekki aðeins mun hún geta haft áhrif á tungumálið, heldur hugsun okkar alla.“

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim