*

laugardagur, 23. febrúar 2019
Innlent 6. desember 2018 14:36

Sveinn Margeirsson hættur hjá Matís

Forstjóri Matís er hættur eftir átta ára starf og tók Oddur Már Gunnarsson strax í dag sem starfandi forstjóri.

Ritstjórn
Sveinn Margeirsson hefur verið forstjóri Matís síðustu átta árin.
Birgir Ísl. Gunnarsson

Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís, hefur látið af störfum eftir 8 ára starf og hefur Oddur Már Gunnarsson tekið við sem starfandi forstjóri frá og með í dag.

Í tilkynningu á vef Matís er það sagt öflugt félag með sterkan mannauð og þakkar stjórn félagsins Sveini fyrir hans framlag til félagsins. „Undir hans stjórn og með aðkomu öflugs starfsfólks, hugviti þeirra og þekkingu, hefur Matís vaxið.“

Viðskiptablaðið sagði frá því á sínum tíma þegar Sveinn var ráðinn í stað Sjafnar Sigurgísladóttur en það var í desemberbyrjun 2010.