Sveinn Valfells var sýknaður af kröfu systkina sinna, Ársæls Valfells, Nönnu Helgu Valfells, og föður síns og alnafna Sveins Valfells, í Hæstarétti á þriðjudag. Fjölskylduerjur hafa verið í Valfells-fjölskyldunni en þær snúa að félaginu Vesturgarði sem á m.a. húsnæði Hagkaups í Skeifunni, Kjörgarð við Laugaveg og Faxafen 8.

Gert var hluthafasamkomulag í félaginu Vetrargarði 2010 þar sem aðilar féllust á að framselja ekki hluti í félaginu nema með leyfi allra hluthafa. Sveinn Valfells eldri seldi alla hluti sína í Vesturgarði árið 2014 til félagsins, Neutrino Ltd. á eyjunni Mön og í kjölfarið voru sömu hlutir framseldir til Damocles Services Ltd. í Kanada sem var í eigu hans.

Þar sem samþykki Sveins yngri lá ekki fyrir fór hann fram á að hluthafasamkomulaginu yrði rift vegna vanefnda sem Hæstiréttur féllst á að stæðist lög.