*

föstudagur, 26. apríl 2019
Fólk 6. desember 2018 10:42

Sveinn Waage til Gray Line

Sveinn Waage hefur verið ráðinn til ferðaþjónustufyrirtækisins Gray Line til að leiða stafræna markaðssókn fyrirtækisins.

Ritstjórn
Sveinn Waage
Haraldur Guðjónsson

Sveinn Waage hefur verið ráðinn til ferðaþjónustufyrirtækisins Gray Line til að leiða stafræna markaðssókn fyrirtækisins.

Sveinn hefur mikla reynslu af stefnumótun og stjórnun markaðssetningar. Nú síðast sinnti hann þeim málum fyrir Íslandstofu og þar áður fyrir Meniga, Ölgerðina og forsetaframboð Guðna Th. Jóhannessonar svo dæmi séu nefnd. Þá hefur Sveinn verið ráðgjafi í þessum efnum í gegnum fyrirtæki sitt Nýja Sjáland athafnir ehf.

Sveinn er jafnframt kennari í Bjórskóla Ölgerðarinnar og forfallinn Vestmannaeyingur. 

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim