Skuldir sem hlutfall af tekjum sveitarfélaga er hæst í Reykjanesbæ af þeim sex sveitarfélögum sem voru í úttekt Viðskiptablaðsins. Litið var á ársreikninga Reykjavíkur, Garðabæjar, Kópavogs, Hafnarfjarðar, Reykjanesbæjar og Fjarðabyggðar sem öll hafa skilað ársreikningum fyrir árið 2013.

Samkvæmt lögum á skuldahlutfall sveitarfélaga ekki að fara yfir 150%. Þ.e. skuldir þeirra sem hlutfall af tekjum á ekki að vera yfir þessu hlutfalli. Þegar litið er til A og B hluta af rekstri sveitarfélaganna má sjá að hlutfallið í Reykjanesbæ er 271%, í Reykjavík er hlutfallið 238% og í Hafnarfirði 216%.

Lægsta hlutfallið af þessum hópi er hjá Garðabæ þar sem skuldahlutfallið er 98%.

Meira um málið í Viðskiptabaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .