*

föstudagur, 22. mars 2019
Innlent 13. mars 2018 12:08

Sverrir Hermannsson látinn

Sverrir Hermannsson, fyrrverandi þingmaður og ráðherra, lést í gær 88 ára að aldri.

Ritstjórn
Sverrir Hermannsson stofnaði Frjálslynda flokkinn árið 1998.
Halldór Kolbeins

Sverrir Hermannsson, fyrrverandi þingmaður og ráðherra, lést í gær en hann var 88 ára að aldri.

Sverrir var iðnaðarráðherra 1983 til 1985 og menntamálaráðherra 1985 til 1987. Þá var hann Landsbankastjóri 1988 til 1998. Sverrir gegndi stöðu alþingismanns fyrir Sjálfstæðisflokkinn frá 1971 til 1988 og Frjálslynda flokkinn frá 1998 til 2003.

Hann var stúdent frá MA og brautskráðist sem viðskiptafræðingur frá HÍ. Sverrir kvæntis Grétu Lind Kristjánsdóttir árið 1953 en hún lést árið 2009. Þau eignuðust fimm börn og eina fósturdóttur.