*

þriðjudagur, 19. febrúar 2019
Fólk 8. ágúst 2018 10:51

Sverrir Örn hættir hjá Íslandsbanka

Sverrir Örn Þorvaldsson, sem starfað hefur sem framkvæmdastjóri áhættustýringar Íslandsbanka undanfarin 8 ár hyggst láta af störfum í næsta mánuði.

Ritstjórn
Sverrir Örn Þorvaldsson hefur starfað sem framkvæmdastjóri áhættustýringar Íslandsbanka undanfarin átta ár en hyggst nú láta af störfum.
Haraldur Guðjónsson

Sverrir Örn Þorvaldsson, sem hefur starfað sem framkvæmdastjóri áhættustýringar Íslandsbanka undanfarin átta ár, hyggst láta af störfum hjá bankanum í næsta mánuði. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu

Sverrir er með BS-gráðu í stærðfræði frá Háskóla Íslands, MS-gráðu í fjármálastærðfræði og Ph.D. í stærðfræði, bæði frá Stanford háskóla í Kaliforníu. Hann hefur auk þess lokið prófi í verðbréfaviðskiptum og faggildingu í fjármálalegri áhættustýringu.