Sænsk stjórnvöld hyggjast nýta ríkisafgang til að auka útgjöld til lögreglunnar, heilbrigðisþjónustu og menntun í kjölfar hryðjuverkaárásarinnar í Stokkhólmi. Þetta kemur fram í frétt Bloomberg .

Gert er ráð fyrir því að Svíar eyði 3,1 milljörðum sænskra króna samkvæmt bráðabirgðafjárlögum, þar af 700 milljónum sænskra króna í löggæslu og 500 milljónum króna aukalega í varnarmál.

Ríkisafgangur í Svíþjóð nam 0,3 prósentum af vergri landsframleiðslu, hins vegar var spáð 0,2 prósenta halla, samkvæmt bráðabirgðafjárlögum sem sænsk stjórnvöld hafa sent frá sér. Gert er ráð fyrir að ríkisafgangurinn aukist enn frekar á næsta ári eða upp í 0,6% og svo upp í 1,4% árið eftir það.

Hagvöxtur í Svíþjóð mældist 3,3 prósent í fyrra og um 4 prósent árið þar á undan. Gert er ráð fyrir 2,6 prósent hagvexti á þessu ári og 2,1 prósent árið 2018.