Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka Atvinnulífsins segir svikalogn vera til staðar í íslensku efnahagslífi. Í samtali við Vísi segir hann „Ef þú ert staddur í miðju góðæri og ert með þrjár af stærstu greinunum, sjávarútveg, ferðaþjónustu og iðnað, í mjög erfiðu árferði, hver er þá undirstaða góðærisins?“

Íslenska krónan hefur styrkst töluvert á undanförnum misserum og hefur gengisvísitala krónunnar lækkað um 8,1% frá áramótum. Segir Halldór að SA hafi haft áhyggjur ástandinu í langan tíma.

Hann segir að hinar þrjár stóru stoðir efnahagslífsins finni fyrir ástandinu. Sjávarútvegurinn sé farinn að finna fyrir beinum áhrifum af gengisstyrkingunni, íslenskur iðnaður sé orðinn ósamkeppnisfær auk þess sem ferðaþjónustan muni finna fyrir áhrifunum ef þau eru ekki til staðar nú þegar.

Halldór segir jafnframt að síðasta vaxtalækkun Seðlabankans hafi nánast enginn áhrif þar sem á Íslandi séu hæstu raunvextir miðað við öll okkar viðmiðunarlönd. Hann bendir jafnframt á að fjármálaráðuneytið hefði átt að leggja fram aðhaldssamari fjármálaáætlun til næstu 5 ára sem hefði skilað auknum afgangi. Sú aðgerð hefði skilað rými til aukinnar vaxtalækkunar til Seðlabankans.