Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq Iceland lækkaði um 0,32% í 2,3 milljarða viðskiptum og stendur hún nú í 1.757,18 stigum. Aðalvísitala Skuldabréfa hækkaði hins vegar um 0,17% í 5,5 milljarða viðskiptum og er hún í 1.372,92 stigum.

Mest lækkun var á gengi bréfa VÍS, eða um 4,53%, 148 milljón króna viðskiptum en í dag er arðleysisdagur bréfa félagsins, þar sem aðalfundur var haldinn í gær. Hvert bréf félagsins fæst nú á 12,86 krónur. Næst mest var lækkunin á gengi bréfa Eimskipafélags Íslands, en bréf félagsins lækkuðu um 2,77% í 70 milljón króna viðskiptum og standa þau nú í 228,00 krónum.

Einungis fjögur félög hækkuðu í viðskiptum dagsins, þar af mest Reitir fasteignafélag, eða um 1,86% í jafnframt langmestu viðskiptum dagsins, eða fyrir 844 milljónir króna. Fæst nú hvert bréf félagsins á 87,60 krónur.

Næst mest hækkun var á bréfum Regins, sem einnig er fasteignafélag, en bréf þess hækkuðu um 1,22% í 198 milljón króna viðskiptum og eru nú í 24,80 krónum.

Næst mestu viðskiptin voru hins vegar með bréf þriðja fasteignafélagsins í kauphöllinni, Eikar, eða fyrir 240 milljónir. Lækkuðu bréfin um 1,90% í viðskiptunum og fóru þau niður í 9,81 krónu.