*

mánudagur, 27. maí 2019
Erlent 30. nóvember 2015 15:48

Swatch og Visa starfa saman

Fyrirtækin þróa einfalt snjallúr sem þú notandinn getur borgað þráðlaust með.

Ritstjórn
epa

Swatch, svissneski úraframleiðandinn, tilkynnti í dag um samstarf við greiðslukortafyrirtækið Visa.

Samstarfið mun miða að því að hanna og framleiða sérstaka línu armbandsúra. Úrin verða búin búnaði sem gerir notanda úrsins kleift að greiða gegnum Visa-reikning sinn með úrinu, og getur þá einfaldlega snert úrið við posa sem útbúnir eru þráðlausum greiðslubúnaði.

Swatch vill eflaust ryðja sér rúms á snjallúramarkaðnum, sem fer æ vaxandi. Nýlega tilkynnti úraframleiðandinn Tag Heuer um snjallúr sem ætti að keppa við Apple Watch. 

Úrið verður í ódýrari kantinum enda einfalt með tilliti til notkunarmöguleika. Það mun seljast á um 12-13 þúsund íslenskar krónur þegar það kemur fyrst út.

Stikkorð: Visa Tækni Fyrirtæki Snjallúr Erlent Swatch
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim