*

sunnudagur, 21. apríl 2019
Innlent 20. ágúst 2015 14:51

Jafnrétti er langhlaup

Kathrine Switzer ætlar að hlaupa Boston maraþonið árið 2017, fimmtíu árum eftir að hún hljóp fyrst.

Sæunn Gísladóttir
Kathrine Switzer með númerinu sínu 261 sem hún hljóp með í fyrsta maraþoninu sínu.
Haraldur Guðjónsson

Heimurinn er fullur af hæfileikaríku fólki og við þurfum að skapa tækifærinn og hvetja fólk til að það geti blómstrað. Þetta segir Kathrine Switzer, langhlaupari og rithöfundur. Í hádeginu í dag stóð Íslandsbanki fyrir opna fundinum Jafnrétti er langhlaup þar flutti Switzer, fyrsta konan til að hlaupa maraþon ávarp. Í ávarpinu sagði hún meðal annars að í íþróttaheiminum hefði það að konur hlutu réttindi til að hlaupa í maraþonum verið ígildi þess þegar konur fengu kosningarétt. 

Switzer sagði merkilegu sögu sína í Hörpu í dag, en  hún er hér landi vegna Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka sem haldið verður á laugardaginn. Switzer hljóp Boston maraþonið árið 1967, tvítug að aldri þegar konum var bannað að taka þátt, og náði að klára þrátt fyrir að skipuleggjandi hlaupsins hefði reynt að grípa í hana til að fjarlægja hana úr hlaupinu.  Kærasti hennar, sem hljóp með henni, náði að ýta honum í burtu og tókst Switzer að ljúka maraþoninu. Hún sagðist hafa hugsað með sér að hún yrði að klára annars væri hún að staðfesta þá mýtu að konur gætu ekki hlupið maraþon. 

Eftir þetta hefur Switzer unnið markvisst að því að efla þátttöku kvenna í íþróttum og hefur hún gefið út bækur þess efnis.

Á tíu árum skipulagði Kathrine Switzer 400 hlaupakeppnir í 27 löndum þar sem milljón konur tóku þátt. Þessi hlaup skipulagði hún fyrir snyrtivörumerkið Avon sem styrkti eflingu kvenna í íþróttinni. Eftir þessi tíu ár voru þessi hlaup látin falla niður en nokkrum árum síðar hafði fyrirtækið aftur samband við Kathrine til að endurvekja hlaupin. Ég var hugsi yfir því að skipuleggja þessi hlaup aftur, enda höfðu hlaupin breyst og konurnar líka, segir Switzer. Hún tók þó áskoruninni og skipulagði alþjóðlegt program til að efla konur í hlaupumsem nefnist 261 Fearless. Samtökin eru nefnd eftir hlaupanúmerinu hennar í fyrsta maraþoninu. Hún sýndi númerið á sviðinu í Hörpu en það er rifið í hægra horninu eftir að skipuleggjandi Boston maraþonsins reyndi að rífa það af henni.

Switzer talaði um mikilvægi þess að konur og karlar ynnu saman að því að efla konur og breyta lífi þeirra. Hún benti á hvatningu föður síns til að byrja að hlaupa þegar hún var ung sem dæmi um hvernig hægt væri að efla aðra. Mikilvæg væri að tryggja börnum jöfn réttindi frá unga aldri og kenna þeim að þora og hvetja þau áfram. Þannig væri hægt að breyta næstu kynslóð og með því öllum heiminum. 

Árið 2017 ætlar Switzer að hlaupa aftur Boston maraþonið í tilefni af því að fimmtíu ár eru liðin frá því að hún tók fyrst þátt í því og hvatti hún alla til að taka þátt með sér.

Á vef Íslandsbanka má sjá viðtal við Switzer og upptöku frá fundinum.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim