*

sunnudagur, 20. janúar 2019
Erlent 30. maí 2016 13:32

Sykurskattur leggst þyngst á fátæka

Samtök skattgreiðenda í Bretlandi segja væntanlegan sykurskatt ekkert hafa með sykurinnihald drykkja að gera.

Ritstjórn

Samtök skattgreiðenda í Bretlandi segja að væntanlegur sykurskattur þar í landi muni leggjast þyngst á fátæka. Jafnframt segja þeir að skatturinn hafi ekkert með sykurinnihald drykkja að gera eftir að þeir prófuðu sykurinnihald í 49 drykkjum.

Sumir kaffidrykkir verði ekki skattlagðir, til að mynda verði ekki lagður skattur á heitt súkkulaði frá Starbucks sem innihaldi 11g af sykri í hverjum 100 ml, meðan Coca-Cola með 10.6g í 100ml verði skattlagt. Samtök sem berjast gegn offitu hafa fagnað skattlagningunni og fjármálaráðuneytið segir þessa drykki helstu uppsrettu sykurs í matarræði barna.

10 sykurmestu drykkirnir undanþegnir

En samtök skattgreiðenda segja að 10 sykurmestu drykkirnir af þeim sem þeir rannsökuðu verði ekki skattlagðir en hægt er að sjá lista yfir þá í frétt BBC. Formaður samtakakanna, Jonathan Isaby segir það mjög umhugsunarvert að ríkið sé að koma á fót skattlagningu sem leggist þyngst á fátækustu fjölskyldurnar.

Jafnframt segir hann: „Staðreyndirnar sýna að sykurskatturinn hafi ekkert með sykurinnihaldið að gera, svo það sé farsakennt að hann muni hafa jákvæð áhrif á matarræði fólks eða lífsstílsval.“ 

Stikkorð: Bretland Sykur skattgreiðendur