*

föstudagur, 19. apríl 2019
Innlent 7. nóvember 2018 17:14

Sýn hagnast um 226 milljónir

Sýn hagnaðist um 226 milljónir á þriðja ársfjórðungi þessa árs, en það er um 22% lækkun milli ára.

Ritstjórn
Stefán Sigðursson, forstjóri Sýnar.
Haraldur Guðjónsson

Sýn hagnaðist um 226 milljónir á þriðja ársfjórðungi þessa árs, en það er um 22% lækkun milli ára. Hagnaður fyrirtækisins á fyrstu níu mánuðum ársins nam 278 milljónum sem er um 62% lækkun milli ára. 

Tekjur á þriðja ársfjórðungi 2018 námu 5.449 milljónum króna sem er hækkun um 59% á milli ára. Tekjur á fyrstu 9 mánuðum ársins jukust um 6.233 milljónir króna eða 63%.

EBITDA hagnaður nam 1.032 milljónum króna á ársfjórðungnum sem er hækkun um 178 milljónir milli ára. EBITDA hagnaður á fyrstu níu mánuðum ársins nam 2.468 milljónum króna, sem er 6% hækkun á milli ára.

Fyrirtækið sendi frá sér afkomuviðvörun síðasta fimmtudag þar sem varað var við því að EBITDA fyrirtækisins á þessu ári væri lægra heldur en búist hafi verið við. 

„Ánægjulegt var að sjá samrunann taka að skila sér í uppgjöri þriðja fjórðungs þar sem EBITDA var 1.032 m.kr. og jókst um 21% frá sama tímabili í fyrra. Þar sem full samlegð er ekki enn komin í reksturinn, og kostnaðarstig fyrirtækisins er hærra en búast mátti við, ættu næstu fjórðungar að sýna stöðugt aukinn rekstrarhagnað í samræmi við þriðja fjórðung bæði árið 2019 og 2020. Markmið stjórnenda er að EBITDA fyrir fjórðunga félagsins geti byggst upp í 1,0 til 1,4ma kr. í samræmi við áætlanir samrunans sem gerðu ráð fyrir fullri samlegð að loknum 18 mánuðum.

Félagið þurfti því miður að lækka afkomuhorfur fyrir árið 2018 einkum vegna þess að samrunaverkefnin hafa haft meiri áhrif á starfsemi og lengur en spáð var. Þetta hefur haft þau áhrif að kostnaðarstig fyrirtækisins hefur verið hærra en búist var við þar sem rekstrarverkefni hafa skilað sér hægar auk þess sem ytri kostnaður og launakostnaður hefur verið hærri í tengslum við álag og yfirvinnu við yfirfærslu kerfa og flutninga, fækkun stöðugilda er þó í takt við markmið samrunans. Því til viðbótar hefur gengisveiking krónunnar haft neikvæð áhrif sérstaklega á horfur fjórða fjórðungs. Góðu fréttirnar eru að álag vegna samrunans mun ekki vara að eilífu og að samrunaverkefnið er langt komið. Með hverjum deginum verður reksturinn eðlilegri og eftir að búið er að færa alla starfsemi og starfsmenn að Suðurlandsbraut með tilfærslu myndvera við áramót séu umfangsmestu verkefnin að baki.

Stjórnendur vinna hörðum höndum að skilgreindum aðgerðum sem hafa áhrif á horfur fyrirtækisins og telja ekki forsendur á þessu stigi til að breyta útliti fyrir rekstur ársins 2019 um 4.600 til 5.000 m.kr. þrátt fyrir lækkun afkomuhorfa fyrir 2018. Unnið er á mörgum vígstöðvum við að ná markmiðum samrunans. Nú þegar hefur verið gripið til aðgerða sem munu meðal annars hækka tekjur á nýju ári í tengslum við viðbrögð við gengisbreytingum, samlegð í tengslum við birgjasamninga hafa áhrif til lækkunar kostnaðar alls næsta árs, rekstrarverkefni munu halda áfram að skila bættum rekstri. Stöðugildi verða á öðrum árshelmingi þegar orðin 5% færri en við yfirtöku og áætlanir gera ráð fyrir að með minna álagi verði þau orðin 10% færri frá yfirtöku á síðari hluta ársins 2019 í tengslum við eðlilega starfsamannaveltu. Við gerum því ráð fyrir að skila stigvaxandi rekstrarniðurstöðu fjórðunga vel inn á árið 2020m," Stefán Sigurðsson, forstjóri Sýnar. 

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim