Sýn hefur lækkað EBITDA spá sýna fyrir árið í ár, og næsta ár samkvæmt tilkynningu til kauphallar. Er það gert eftir yfirferð uppgjörs fyrir október ásamt yfirferð auglýsingatekna og áskriftarsölu í nóvember. Félagið varð til við sameiningu Fjarskipta og ljósvakahluta 365 miðla og samanstendur af Vodafone, Stöð 2, Bylgjunni, Vísir, Xinu 977 og Fm 957.

Er árið 2018 niðurfært um 150 milljónir og stendur EBITDA spá ársins því í 3.450 milljónum króna í stað 3.600 milljónum sem spáð var 1. nóvember. Jafnframt hafa horfur fyrir 2019 verið endurskoðaðar og lækkaðar í 3,9 milljarða til 4,4 milljarða frá 4,6 milljarða til 5 milljarða króna miðað við núverandi samstæðu.

Ástæður lækkunar er að útlit er fyrir að hörð samkeppni muni halda áfram inn á árið 2019 með aukinni verðpressu og sölu- og markaðskostnaði. Ennfremur er um að ræða frestun á kostnaðarsamlegð vegna sameiningar félagsins við ljósvakamiðlahluta 365 miðla, upp á um 200 milljónir króna sem gert var ráð fyrir að félli til árið 2019 en mun ekki koma fram fyrr en 2020 að því er segir í tilkynningu félagsins.

Samandregið um nýjar horfur núverandi samstæðu:

  • EBITDA 2018 verði um m 3.450 millljónir króna af grunnrekstri (miðað við 162 milljónir af skilgreindum einskiptisliðum)
  • Fjárfestingarhlutfall 2018 Um 11%
  • EBITDA 2019 verði á milli  3.900 – 4.400 milljónir króna
  • Fjárfestingarhlutfall 2019 8-9%
  • EBITDA 2020 verði yfir 4.400 milljónir króna.