OZ mun bjóða upp á úrslitaleikinn í ítalska bikarnum í beinni útsendingu á https://www.oz.com/coppa-italia þar sem heitasta lið Evrópu Juventus mun mæta Lazio í kvöld kl. 19.00, að því er segir í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu. OZ, sem hefur sýningarréttinn á leiknum á Íslandi, Danmörku, Svíþjóð, Noregi og í Asíu, mun kynna til leiks nýja og byltingarkennda tækni þar sem áhorfendur geta valið á milli lýsenda frá mismunandi löndum og með mismunandi tungumál.

Val milli 10 lýsenda

Áhorfendur munu geta valið á milli a.m.k. 10 lýsenda. Meðal lýsenda verða, Thomas Wilbacher og Gustaf Dahlin sem stýra vinsælasta knattspyrnu podcasti Svía, Patrick Kendrick sérfræðingur um Ítalska boltann í Evrópu, Mike McKenna knattspyrnulýsandi frá Englandi sem hefur lýst úrslitaleikjum í Meistaradeildinni og Heimsmeistara keppninni og Tommy Trihutomo frá Indónesíu sem stýrir einum stærsta Juventus aðdáendaklúbbi þar í landi.

“OZ hefur verið að þróa þessi tækni undanfarið ár og við gerum miklar vonir um að þetta muni gefa beinum útsendingum á íþróttum nýtt líf,“ segir Arnar Reynisson forstöðumaður sölu og markaðssviðs OZ. „Það hefur ekki komið fram almennileg nýjung inn á þennan markað síðan 1937. Það sem við erum að gera núna mun framvegis gefa hverjum sem er tækifæri á að lýsa íþróttaviðburðum.”

Þess þjónusta verður í boði inn á https://www.oz.com/coppa-italia Hægt er að horfa á leikinn í Apple TV og OZ appinu en þar verður ekki hægt að velja á milli lýsenda. Aðgangur að leiknum kostar 690 kr.