Í mars 2009 varð Baugur Group, eitt umsvifamesta fyrirtæki Íslandssögunnar, tekið til gjaldþrotaskipta eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur synjaði fyrirtækinu um áframhaldandi greiðslustöðvun. Stuttu áður hafði slitastjórn Landsbankans farið fram á greiðslustöðvun BG Holding ehf. sem hélt utan um stærstu eignir Baugs í Bretlandi. Árið 2007 voru heildareignir Baugs metnar á u.þ.b. 313 milljarða króna, bæði í skráð- um félögum og óskráðum. Má þar nefna Iceland matvörukeðjuna, tískuhúsið House of Fraser og leikvangaverslunina Hamleys, en öll þessi fyrirtæki runnu til Landsbankans.

Skiptaferlið á Baugi Group í kjölfar gjaldþrotsins hefur verið langt og strangt, enda um stærsta þrotabú Íslandssögunnar að ræða. Hins vegar styttist óðar í að skiptum ljúki og gæti það gerst á árinu 2016. Búið vann tvo sigra í dómsmálum gegn Banque Havilland og Kaupþingi á seinni hluta síðasta árs og nú þarf einfaldlega að innheimta þessa fjármuni, sem munu nema allt að sex milljörðum og telja stærstan hluta eigna þrotabúsins. Tveir og hálfur milljarður kemur frá Banque Havilland og líklegt er að um þrír til fjórir milljarðar komi frá Kaupþingi. Að þessum greiðslum ómeðtöldum á búið um 1,2 milljarða króna.

Gætu fengið greitt fyrir áramót

„Gjaldeyrishöft og bið eftir uppgjöri hjá Kaupþingi valda því að peningurinn er ekki kominn inn,“ segir Erlendur Gíslason, skiptastjóri þrotabús Baugs.

Í Viðskiptablaðinu sem kom út í dag er farið yfir sögu Baugs og stöðu á slitum félagsins. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .