*

sunnudagur, 22. júlí 2018
Innlent 21. júlí 2017 11:56

Tæp 98% heimila standa í skilum

Fjöldi íbúða í eigu Íbúðalánasjóðs eru 531 og þar af eru 307 íbúðir í leigu.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Heildarútlán Íbúðalánasjóðs í júní 2017 námu 206 milljónum króna. Til samanburðar námu almenn útlán í maí 433 milljónum króna. Meðalfjárhæð almennra lána var 10,3 milljónir króna. Í mánaðarskýrslu Íbúðalánarsjóðs kemur fram að tæp 98% heimila í viðskiptum við sjóðinn standi í skilum.

Fjöldi íbúða í eigu Íbúðalánasjóðs eru 531 og þar af eru 307 íbúðir í leigu. 

Í lok júní nam fjárhæð vanskila einstaklinga 1 milljarði króna og var undirliggjandi lánavirði 11,5 milljarðar króna eða um 2,8% útlána sjóðsins. Heimili í vanskilum eru 666 talsins. Fjárhæð vanskila útlána til lögaðila nam 596 milljón króna og nam undirliggjandi lánvirði 2,1 milljarði króna. Tengjast því vanskil 1,4% lánafjárhæðar sjóðsins til lögaðila.

Heildarfjárhæð vanskila nam 1,7 milljörðum króna, sambærilegt við 1,7 milljarða í lok maí. Vanskil ná samtals til 2,4% lánasafnsins,en sambærilegt hlutfall í júní 2016 var 4,8%.