*

mánudagur, 20. maí 2019
Innlent 24. apríl 2019 11:28

Tæplega 90% samþykktu kjarasamning VR

Fimmtungur félagsmanna VR kusu um kjarasamning félagsins við SA, eða tæplega 7 þúsund af 34 þúsund.

Ritstjórn
Ragnar Þór Ingólfsson er formaður VR.
Haraldur Guðjónsson

Kjarasamningur VR við Samtök atvinnulífsins var samþykktur með 88,35% atkvæða, en já sögðu 6.277 félagsmenn og nei 700, eða 9,85%. Auð atkvæði voru 127 eða 1,7%. Á kjörskrá um samning VR og SA voru 34.070 félagsmenn og greiddu 7.104 atkvæði, og var kjörsókn því 20,85%.

Kjarasamningur VR við Félag atvinnurekenda var samþykktur með 88,47% atkvæða, en já sögðu 399 félagsmenn og nei 47, eða 10,42%. Auð atkvæði voru 5 eða 1,1%. Á kjörskrá um samning VR og FA voru 1.699 félagsmenn og greiddu 451 atkvæði, og var kjörsókn því 26,55%.

Atkvæðagreiðslan var rafræn á vr.is og var haldin dagana 11.-15. apríl síðastliðinn. Eins og Viðskiptablaðið sagði frá í morgun samþykktu einnig öll félög Starfsgreinasambandsins, þar á meðal Efling sem var í samfloti með VR, samningana.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim