Í septembermánuði voru alls skráðir 1.226 nýir fólksbílar sem er aukning um 19,4% samanborið við sama mánuð ársins 2016. Frá 1. janúar til 30. september síðastliðinn jókst sala á nýjum bílum um 14,7% en nýskráðir  fólksbílar á þessu tímabili voru 18.261 stykki á móti 15.925 stykki á sama tíma í fyrra.

Þetta gerir aukning um 2336 bíl að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Bílgreinasambandinu. Hlutfall bílaleigubíla í nýskráningum fólksbíla á árinu er 42,3% af heildinni á þessum fyrstu 9 mánuðum ársins. Þar segir að 42,7 af nýskráningum ársins eru díselbílar og 44,1% eru knúnir áfram af bensíni. Sjálfskiptir bílar eru vinsælastir en rúm 67% allra nýskráðra fólksbíla eru sjálfskiptir.

Toyota er vinsælasta einstaka bílamerkið með 3161 stykki en í öðru sæti kemur Kia með 2039 stykki og í því þriðja Hyundai með 1624 stykki.