*

föstudagur, 23. mars 2018
Innlent 13. október 2017 11:05

Tæplega helmingsfjölgun milli ára

Farþegum WOW air fjölgaði um 47% í september og flutti félagið 285 þúsund farþega í mánuðinum.

Ritstjórn
Aðsend mynd

WOW air flutti 285 þúsund farþega til og frá landinu í september eða um 47% fleiri farþega en í september árið 2016.

Þá var sætanýting WOW air 85% í september í ár þrátt fyrir 54% aukningu á framboðnum sætum miðað við sama tímabil í fyrra. Það sem af er ári þá hefur WOW air flutt yfir 2.2 milljón farþega að því er segir í fréttatilkynningu frá félaginu.

WOW air flýgur nú til 38 áfangastaða í Evrópu og Norður Ameríku og hefur yfir að ráða einn yngsta flugflotann í Evrópu.

Nýlega bættust fimm nýir áfangastaðir við leiðarkerfi WOW air í Bandaríkjunum; Dallas, Cleveland, Cincinnati, St. Louis og Detroit og hefst flug þangað næsta vor.

Stikkorð: Wow air flugvélar farþegar sætanýting