Svissneski úraframleiðandinn TAG Heuer tilkynnti á mánudag að í samstarfi við Android og Intel myndi fyrirtækið byrja að selja snjallúrið Connected Watch.

Úrið mun kosta hátt í 1.500 bandaríkjadali, sem eru einhverjar 200 þúsund íslenskar krónur.

Úrið er mjög klassískt í útliti, og úr fjarlægð lítur það varla út fyrir að vera snjallúr. Það er heldur stórt, eða um 46,2 millimetrar á breidd og 12 mm þykkt.

Þrátt fyrir stærðina er úrið þó létt eins og fjöður, enda gert úr títaníum.

Það er tengt við símann þinn eins og snjallúr tæknirisans Apple, en ólíkt því styðst það við Android stýrikerfi.

Óháð því geturðu notað það með iPhone símanum þínum, svo lengi sem hann er með iOS 8.2 eða nýrri uppfærslu.