Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs sagði að flokkurinn myndi þurfa að taka lán fyrir framboðskosningum komandi kosninga. Skaut hún á að framboðið myndi ekki kosta minna en 20 milljónir króna að því er fram kemur í Morgunblaðinu.

Á árunum 2013 til 2016 fékk flokkurinn 33 milljónir króna árlega úr ríkissjóði, en eftir kosningarnar 2013 skar flokkurinn niður rekstrarkostnað í kjölfar þess að hann tapaði 10 prósentustigum í fylgi.

Með breytingum á lögum sem tóku gildi árið 2007 hafa stjórnmálaflokkar fengið mun ríflegar greitt úr ríkissjóði en áður, og er upphæðin í samræmi við fjölda atkvæða. Gildir það jafnvel þó flokkarnir komast ekki á þing, ef þeir fá að lágmarki 2,5% atkvæða.

Síðan þá hefur fjöldi framboða og flokka á Alþingi aukist töluvert samhliða því að 5% lágmark til að fá jöfnunarmenn í stað skyldu um að þingmaður þyrfti að vera kjördæmakjörinn. Katrín segir jafnframt að flokkurinn njóti góðs af því að félagsmenn flokksins greiða félagsgjöld, en þeir eru um fimm þúsund talsins.