*

fimmtudagur, 25. apríl 2019
Innlent 3. júlí 2017 11:41

Taka mið af kjararáði

Ákvarðanir kjararáðs hafa töluverð áhrif á kröfugerð aðildarfélaga BHM að sögn formanns félagsins.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, segir að ákvarðanir kjararáðs hafi að sjálfsögðu áhrif á kröfugerð aðildarfélaga BHM. 17 aðildarfélög BHM losna undan úrskurði gerðardóms um kjör félagsmanna í lok ágúst að því er kemur fram í frétt Morgunblaðsins

Á næstu misserum losna fjöldamargir kjarasamningar. Aðildarfélög BHM hafa ekki ákveðið hvort að þau hafa samflot í viðræðulotunni sem er fram undan heldur verða viðræðurnar við ríkið á forræði hvers félags. Meginkrafa BHM-félaga er að menntun verði metin til launa. 

Í fréttinni kemur fram að búast megi við erfiðum kjaraviðræðum. Bæði ríki og sveitarfélög hafa lýst því yfir að þau ætli að halda sig innan þess kostnaðarramma sem lagður var með Salek-samkomulaginu. 

Stikkorð: kjararáð BHM ákvarðanir
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim