Evrópusambandið og Bandaríkin komumst um mánaðarmótin síðustu að  samkomulagi um öruggan flutning persónuupplýsinga milli heimsálfanna en upplausn hafði verið í þeim málum síðan Evrópudómstóllinn komst að niðurstöðu í október nóvember sl. um að fyrra samkomulag væri ógilt.

Framkvæmdastjórn Evróupsambandsins og vinnuhópur Evrópusambandsins um vernd persónuupplýsinga auk Persónuverndar hafa nú gefið frá sér yfirlýsingar um innihald samkomulagsins.

Strangar kröfur og yfirlýsing bandarískra stjórnvalda

Í samkomulaginu eru gerðar strangar kröfur til vinnslu persónuupplýsinga og öflugt eftirlit á því sviði. Bandarísk fyrirtæki sem taka á sig auknar kröfur samkvæmt Evrópskum reglum þurfa að hlíta ákvörðunum evrópskra persónuverndarstofnana og viðskiptaráðuneyti Bandaríkjanna sér til þess að viðkomandi fyrirtæki birti yfirlýsingar um skuldbindingar sínar.

Auk þess eru settir skýrir varnaglar varðandi aðgang stjórnvalda að upplýsingum. Hluti af ástæðu ógildingar Evrópudómstólsins á fyrra samkomulagi var vegna opinna heimilda bandarískra njósnastofnanna. Bandaríkin hafa nú, í fyrsta skipti, gefið út skriflega yfirlýsingu um að aðgangur stjórnvalda í þágu löggæslu og þjóðaröryggis sæti skýrum takmörkunum og verði háður eftirliti. Hann verði eingöngu nýttur þegar hann sé nauðsynlegur og slíkt samrýmist meðalhófssjónarmiðum. Hafi bandarísk stjórnvöld útilokað óhæfilega vöktun með upplýsingum sem miðlað sé á grundvelli umrædds fyrirkomulags.

Samkomulagið miðar að því að réttindi evrópskra borgara verði tryggður með virkum hætti og þeim veittur kostur á fjölbreyttum réttarúrræðum. Evrópskar persónuverndarstofnanir geti vísað kvörtunum til viðskiptaráðuneytis Bandaríkjanna og bandaríska viðskiptaráðsins (e. Federal Trade Commission). Auk þess mun sérstakur umboðsmaður fjalli um kvartanir yfir hugsanlegum aðgangi þjóðaröryggisstofnana.