*

fimmtudagur, 25. apríl 2019
Innlent 14. október 2013 10:07

Taldi ekki fram tekjur upp á 650 miljónir króna

Umsvifamikill fjárfestir hefur verið ákærður fyrir meiriháttar brot á skattalögum. Hann skilaði ekki skattframtölum í þrjú ár.

Jón Aðalsteinn Bergsvein
AFP

Embætti sérstaks saksóknara hefur ákært mann fyrir meiriháttar brot á skattalögum, fyrir að hafa staðið skil á efnislega röngum skattframtölum og fyrir að hafa ekki skilað skattframtölum í þrjú ár. Manninum er gefið að sök að hafa vantalið tekjur sínar af framvirkum viðskiptum, gengishagnað og hagnað af sölu hlutabréfa upp á 648,9 milljónir króna og stungið tæplega 65 milljónum króna undan skatti.

Í ákæru á hendur manninum má dæma að hann hafi verið umsvifamikill fjárfestir og stundað bæði gjaldeyrisviðskipti og hlutabréfakaup. Umsvifamestu viðskiptin áttu sér stað árið 2007 en þá nam hagnaður hans af sölu hlutabréfa 489,6 milljónum króna. 

Fram kemur í ákæru embættisins á hendur manninum að hann hafi m.a. staðið skil á efnislega röngu skattframtali fyrir uppgjörsárið 2005 en vanrækt að standa skil á skattframtölum gjaldárin 2007 til 2009 vegna tekjuáranna á undan. Þá segir í ákærunni sem VB.is er með undir höndum að umfangsmestu viðskipti mannsins voru árið 2006 þegar hann seldi hlutabréf í Actavis fyrir 198 milljónir króna og hagnaðist um 101,6 milljónir króna. Hann keypti jafnframt hlutabréf í fjölda annarra félaga, s.s. Exista, Eimskipi, Siements, Merkc, Stada, Hugo Boss og Depfa Bank og fleirum. Samtals voru 23 hlutabréfaviðskipti skrifuð á hann í ákæru sérstaks saksóknara á hendur honum.

Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á miðvikudag.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim