Hagnaður Bortækni árið 2016 nam 17,5 milljónum króna samanborið við 3,8 milljón króna hagnað árið áður. Umtalsverð aukning tekna var hjá fyrirtækinu milli ára, en árið 2015 námu tekjur þess tæpum 39 milljónum samanborið við tæpum 114 milljónum króna árið 2016.

Rekstrargjöld Bortækni námu 95,9  milljónum árið 2016 samanborið við 34,2 milljónum árið 2015. Eignir fyrirtækisins námu 32 milljónum í lok árs 2016 samanborið við 9,2 milljónum í lok árs 2015.

Skuldir Bortækni í árslok 2016 námu 16,6 milljónum samanborið við tæpar 8 milljónir á sama tíma árið áður. Eigið fé Bortækni nam 15,5 milljónum í lok árs 2016.