Heildarviðskipti með hlutabréf í febrúar námu 85.245 milljónum eða 4.262 milljónum á dag, að meðaltali. Það er 88% hækkun frá fyrri mánuði, en í janúar námu viðskipti með hlutabréf 2.272 milljónum á dag. Sem er 67% hækkun milli ára. Þetta kemur fram í viðskiptayfirliti Nasdaq Iceland .

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,3% milli mánaða og stendur nú í 1.725 stigum. Mest voru viðskipti með bréf Marel, 17.634 milljónir, Icelandair Group, 13.052 milljónir, N1 8.412 milljónir, Haga 6.741 milljón og Símans 6.457.

Á aðalmarkaði Kauphallarinnar var Landsbankinn með mestu hlutdeildina 26,8%, Arion banki með 21% og Fossar markaðir með 16,9%. Í lok mánaðarins voru hlutabréf 20 félaga skráð á Aðalmarkaði og Nasdaq First North á Íslandi. Nemur heildarmarkaðsvirði skráðra félaga 1.011 milljarði króna í lok febrúar samanborið við 1.014 milljarða í lok janúar.