*

mánudagur, 25. mars 2019
Innlent 14. október 2018 16:05

Tap af ION hóteli nam 14 milljónum

Hagnaður ársins 2016 snerist í tvöfalt meira tap á síðasta ári, en félagið er með hótel á Nesjavöllum og Laugavegi.

Ritstjórn
Sigurlaug Sverrisdóttir er framkvæmdastjóri ION hótela sem eru með rekstur á Nesjavöllum og Laugavegi.
Haraldur Guðjónsson

Rekstur ION hótela, sem reka lúxushótel á Nesjavöllum auk hótels og hótelsíbúða við Laugaveg fór úr rúmlega 7,4 milljóna króna hagnaði árið 2016 í 14,4 milljóna króna tap á síðasta ári.

Tekjur félagsins jukust um tæplega 88 milljónir króna á milli ára í 895 milljónir en rekstrargjöldin jukust á sama tíma um 79 milljónir og námu 858 milljónum.

Dótturfélögin Olafsson Travel, ION Fishing og ION Veitingar fóru úr tæplega 884 þúsund króna hagnaði í 6,2 milljóna króna tap. Sigurlaug Sverrisdóttir er framkvæmdastjóri félagsins.