Álver Norðuráls á Grundartanga tapaði 21,2 milljónum Bandaríkjadala í fyrra, eða 2,4 milljörðum króna miðað við gengið í árslok. Þetta er í fyrsta skiptið frá 2009 sem álverið skilar tapi.

Tekjur í Bandaríkjadölum drógust saman um 11% og námu 516 milljónum, eða 58 milljörðum króna. EBITDA dróst saman um 59% úr 63 milljónum dala í 26 milljónir.

Stjórn Norðuráls Grundartanga samþykkti í vor að greiða móðurfélaginu Norðuráli ehf. 60 milljóna dala arð vegna rekstursins í fyrra. Norðurál ehf. er í eigu Century Aluminum frá Kanada.