*

mánudagur, 22. apríl 2019
Innlent 16. september 2015 09:01

Tapa allt að 2,5 milljörðum vegna Rússabannsins

Byggðastofnun hefur tekið saman byggðaleg áhrif viðskiptabanns Rússa gegn Íslandi.

Ritstjórn
european pressphoto agency

Byggðastofnun hefur tekið saman upplýsingar um mat á byggðalegum áhrifum viðskiptabanns Rússlands gegn Íslandi, eftir beiðni sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í síðasta mánuði.

Stofnunin segir að samtals megi reikna með að tekjutap sjómanna og landverkafólks vegna innflutningsbannsins geti verið á bilinu 990 milljónir til 2.550 milljónir króna á ársgrundvelli.

Í samantekt stofnunarinnar er tekjutap sjómanna áætlað 440 til 1.000 milljónir króna, en talið er að 400 sjómenn yrðu fyrir tekjutapi. Tekjutap landverkafólks við frystingu er talið geta verið á bilinu frá 860 til 1.870 milljóna króna, en þar er talið að 780 manns verði fyrir tekjumissi.

Á móti kemur að vegna aukinnar bræðslu þarf 220 fleiri starfsmenn til starfa í bræðslunum og eru laun þeirra áætluð á bilinu frá 310 til 350 milljónir króna.

Þá er tekjutap sveitarsjóða vegna lægri útsvarstekna áætlað á bilinu 143 til 364 milljónir króna og tekjutap vegna lægri aflgjalda er áætlað allt að 43 milljónum króna.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim